Veggur úr hrauni

„Ótrúleg nákvæmni í hönnun á Retreat “

Dílótti svarti veggurinn sem hylur gluggana á Retreat sýnir vel órofa samspil hátækni og hreinnar náttúru sem er ráðandi í hönnun á Retreat, jafnt að innan sem utan. Til að búa til mynstrið í vegginn var þverskurður af hraungrjóti myndgerður á stafrænt form sem sniðmát fyrir loft og efni – listvefnaður sem framkallar töfrandi möguleika fyrir ferðalag sólargeislanna.

Exterior view of the Retreat Spa

Götótt formin eru ekki tilviljanakennd eftirlíking af innri massa hrauns á augnabliki storknunar. Þetta eru raunverulegar gosminjar frá eldsumbrotum fyrir 800 árum – endurhugsað, endurstillt og endurfætt sem mynstur fyrir ljósgeislana að leika sér í. Hvert gat stendur fyrir þann stað í hraungrjótinu þar sem súrefni var lokað inni í tíma; í margar aldir. Nú hafa þessi sofandi rými vaknað til lífsins við það að sólin stingur sér í gegnum efnið og töfrar fram geislandi, doppótt sjónarspil á veggjum Retreat, sem skapar samleitni jarðfræðilegs tíma og tímalausrar fágunar. Og þegar birtan er rétt, þá endurkastast geislar sólarinnar af yfirborði lónsins og flæða gegnum eftirmyndina af hrauninu og birtast líkt og bylgjur á striga í loftinu – ljósastemming sem sköpuð er af eldvirkri jörðinni.

Talks about

Aðrar sögur

Blue Lagoon

Bláa Lónið Umhverfisfyrirtæki ársins 2021

6. okt. 2021

Saga Bláa Lónsins

14. maí 2020

Blue Lagoon

Bestu staðirnir til að taka myndir í Bláa Lóninu

30. apríl 2020

Bláa Lónið

Endurnærandi ævintýraferð um Reykjanesið

10. feb. 2022

Blue Lagoon

Vatnið í Bláa Lóninu: gagnleg áhrif af „gjöf jarðvarmans“

16. ágúst 2021

Blue Lagoon

Húðmeðferð Bláa Lónsins

17. ágúst 2021

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun