Besti tíminn til að sjá norðurljósin á Íslandi

Bláa Lónið er hinn fullkomni staður til að njóta norðurljósanna. Staðsett í náttúrunni þar sem er mjög lítil ljósmengun til að trufla sýn.

Hvenær er besti tíminn til að sjá norðurljósin á Íslandi?

Það sem er á yfirborði jarðar er ótrúlega spennandi á Íslandi. Landið er jarðfræðilegt undraland og öll hin gífurlega jarðhitavirkni færir okkur dásemdir eins og Bláa Lónið með sinn endurnærandi jarðsjó. Himinninn yfir Íslandi er jafn sannfærandi, með sannkölluðum himnasendingum sem ná yfir allar árstíðir. Sumarið hefur miðnætursólina þegar nærri albjart er allan sólarhringinn og frá hausti fram á vor eru það norðurljósin sem fá okkur til að horfa til himins. Toppurinn á norðurljósatímabilinu er frá september fram í lok mars. Samt sem áður eru hin dansandi ljós – sem hafa fræðiheitið aurora borealis eða einfaldlega aurora – sýnileg við rétt skilyrði strax um miðjan ágúst og jafnvel alveg fram í maí.

Getur þú séð norðurljósin frá Bláa Lóninu? Já, svo sannarlega.

Bláa Lónið er hin fullkomni staður til að sjá norðurljósin á fyrrgreindu tímabili. Við erum staðsett í náttúrunni, umlukin mosavöxnum hraunbreiðum. Hér er ljósmengun í algjöru lágmarki og lítil truflun á sýn. Hjá Bláa Lóninu þá vöktum við himinninn á norðurljósatímabilinu og fylgjumst vel með norðurljósaspám. Þegar við sjáum norðurljósin dansa yfir næturhiminninn þá deyfum við ljósin hjá okkur svo sýningin verði auðsjáanlegri fyrir gestina okkar. Á Retreat og Silica hótelunum geta gestir beðið um norðurljósa-vakningu til að tryggja að þeir missi ekki af fjörinu, jafnvel þó það eigi sér stað um miðja nótt.

Hver eru réttu skilyrðin fyrir norðurljósin?

Til að sjá norðurljósin þá þarf að vera myrkur og heiður himinn, að minnsta kosti að hluta til. Það er mikilvægt að skilja það að fyrst og fremst veltur návist hinna duttlungafullu ljósa á virkni sólarinnar. Norðurljósin verða til þegar hlaðnar agnir (aðallega róteindir og rafeindir) ferðast frá sólinni til jarðar með sólvindum og dragast inn í segulsvið jarðarinnar í námunda við segulpólana á norður- og suðurhveli. Þar blandast agnirnar við lofttegundir í lofthjúpnum sem gerir það að verkum að þær lýsa. Útkoman er hin dáleiðandi ljósasýning sem við verðum vitni að. Sólgos (gígantískar sprengingar á yfirborði sólarinnar) geta einnig orsakað það að norðurljósin birtist. Margvísleg tæki mæla virkni jarðsegulmagns (Kp-kvarðinn) til að gefa vísbendingar um líkurnar á því að sjá norðurljósin, venjulega nokkra daga fram í tímann. Mörg öpp og vefsíður bjóða einnig upp á leiðsögn á þessu sviði. Við mælum með vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Aðrar sögur

Veggur úr hrauni

21. júlí 2021

In-water Massage

Nudd ofan í Bláa Lóninu: Söguágrip

31. okt. 2019

Blue Lagoon

Sjálfbærni í Bláa Lóninu

2. mars 2022

Blue Lagoon

Mótuð af náttúrunni

18. des. 2024

Afþreying í nágrenni Bláa Lónsins

13. júlí 2021

Blue Lagoon

Kort af Bláa Lóninu

3. mars 2020

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun