Lækningalind Bláa Lónsins

Árangursrík meðferð í náttúrulegu umhverfi

Meðferðir

Psoriasis meðferð Bláa Lónsins er viðurkenndur meðferðarvalkostur hjá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum og hefur meðferðin verið veitt um árabil.

Sjúkratryggingar Íslands og Bláa Lónið hf. hafa gert með sér samning sem felur í sér að Bláa Lónið veitir íslenskum psoriasissjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku.

Psoriasis meðferð Bláa Lónsins felst ekki eingöngu í böðun í Bláa Lóninu heldur líka yfirleitt NB-UVB ljósameðferð ásamt notkun á kísil og húðkremum. Þessir þættir meðferðarinnar eru sjúkratryggðum á Íslandi einnig að kostnaðarlausu.

Húðlæknir hefur yfirumsjón með meðferðinni og metur ásamt hjúkrunarfræðingi hvaða þættir meðferðarinnar henta hverjum og einum og lengd meðferðar.

Útfyllt beiðni frá húðlækni er skilyrði til að fá aðgang að meðferð Meðferð miðast að jafnaði við 12 skipti og framhald metið í samráði við hjúkrunarfræðing eða lækni. Beiðni gildir í 6 mánuði

Rannsóknir

Rannsókn á jarðsjó og áhrif þess á húð hefur verið í forgrunni í áratugi. Hægt er að skoða niðurstöður rannsókna hér: Rannsóknir

Umhverfi

Einstakt náttúrlegt umhverfi, ferskt loft, hreint vatn og Blue Lagoon húðvörur spila einnig mikilvægt hlutverk í meðferðinni. Gestir eru hvattir til að slaka vel á og njóta þess að baða sig í hlýjum jarðsjónum og stuðla þannig að auknu jafnvægi líkama og sálar.

Bóka meðferð

Lækningalind Bláa Lónsins verður lokuð til og með 11. ágúst. Við opnum á ný 12. ágúst.

Lækningalind Bláa Lónsins er opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 09:00-12:00.

Til að bóka meðferð vinsamlega hafið samband við health@bluelagoon.is eða í síma 420-8952.

Fyrir og eftir

Smelltu á myndirnar til að skoða þær nánar