Húðmeðferð Bláa Lónsins

Meðferðin okkar er eitt af fáum algjörlega náttúrulegum úrræðum sem í boði eru fyrir fólk með sóríasis.

Er Bláa Lónið gott fyrir húðina?

Bláa Lónið var stofnað árið 1992 til að leysa úr læðingi jákvæð áhrif jarðsjávarins. Síðan þá hefur það þróast yfir í fyrirtæki sem einbeitir sér að umbreytandi upplifun sem heilsulind og er orðið víðfrægt sem staður þar sem gestrisni og heilsubót fara saman í stórkostlegu umhverfi hinnar 800 ára gömlu hraunbreiðu á Reykjanesskaga.

Það sem jafnan vekur mesta athygli er tækifæri gestanna til að slaka á í makindum í himnesku vatni Bláa Lónsins og er það myndræn birting á megintilgangi fyrirtækisins: að sameina hið manngerða hinu náttúrulega. Með þetta í huga er sjálfbærni látin ráða för í öllum rekstri fyrirtækisins og stöðugt er ráðist í rannsóknir og þróun til að hagnýta alla eiginleika hins steinefnaríka vatns, einkum á sviði húðumhirðu.

Lækningamætti Bláa Lónsins og náttúrulegum meðferðarvörum fyrirtækisins voru nýlega gerð skil í Netflix-seríunni Down to Earth með Zac Efron. Zac og förunautur hans, vellíðunar-sérfræðingurinn Darin Olien, heimsóttu Ísland (og aðra áfangastaði) til að kynna sér heilbrigða og sjálfbæra lífshætti.

Býður Bláa Lónið upp á meðferð við sóríasis?

Bláa Lónið er einstakur staður til að njóta heilsubótar, þæginda og slökunar og við höfum boðið upp á sóríasis-meðferð síðan 1994. Áratugalangar rannsóknir staðfesta virkni jarðsjávar Bláa Lónsins við meðhöndlun á sóríasis.

Meðferðin okkar er eitt af fáum algjörlega náttúrulegra úrræðum sem í boði eru fyrir fólk með sóríasis. Eftir fyrstu heimsókn og meðferð í Bláa Lóninu er hægt að viðhalda jákvæðum áhrifum með meðferð heima fyrir, án nokkurra aukaverkana.

Sóríasis-meðferð Bláa Lónsins er brautryðjendaverk sem byggir á þremur meginatriðum: • Regluleg böðun í steinefnaríkum jarðsjó Bláa Lónsins • Notkun húðvara Bláa Lónsins sem þróaðar eru sem meðferð við sóríasis • Meðferð með útfjólubláu ljósi (UV-therapy)

Húðlæknar eru á staðnum fyrir gesti sem koma til okkar í sóríasis-meðferðarstöðina. Læknisfræðileg sérþekking þeirra er látin ráða för í meðferðinni og þeir meta árangurinn. Hjúkrunarfræðingar sjá um daglega umönnun og fylgjast með framvindunni.

Eru meðferðarvörur fyrir húð fáanlegar?

Húðvörulína Bláa Lónsins varð til árið 1995 og hefur síðan þá verið stöðugt betrumbætt með áratugalöngum rannsóknum og þróunarstarfi. Í Blue Lagoon skin care sameinast hreinleiki náttúrunnar og máttur vísindanna. Vörurnar eru byggðar á lífvirkum frumeiginleikum jarðsjávarins – kísli, örþörungum og steinefnum – og stuðla að auknum ljóma og unglegra yfirbragði húðarinnar ásamt því að skapa vellíðan.

Meðferðarvörur Bláa Lónsins eru 100% náttúrulegar. Rannsóknarfólk, húðlæknar og hjúkrunarfræðingar hafa varið starfsferlinum í að einbeita sér að lækningarmætti Bláa Lónsins, einkum við meðferð á sóríasis og öðrum húðvandamálum vegna ofnæmisviðbragða. Meðferðarvörur eru fáanlegar í vefversluninni okkar og í boði er að fá handleiðslu hjúkrunarfræðings varðandi sérstök húðvandamál gegnum tölvupóst.

Aðrar sögur

In-water Massage

Nudd ofan í Bláa Lóninu: Söguágrip

31. okt. 2019

Blue Lagoon

Sjálfbærni í Bláa Lóninu

2. mars 2022

Blue Lagoon

Besti tíminn til að sjá norðurljósin á Íslandi

1. sept. 2020

Skin Care

Blue Lagoon Skin Care: Söguágrip

31. okt. 2019

Blue Lagoon

Bestu staðirnir til að taka myndir í Bláa Lóninu

30. apríl 2020

Bláa Lónið

Endurnærandi ævintýraferð um Reykjanesið

10. feb. 2022

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun