Bestu staðirnir til að taka myndir í Bláa Lóninu

Bláa Lónið hvílir á Mið-Atlantshafshryggnum og er leikvöllur ljósmyndarans.

Bláa Lónið er staðsett í hjarta Reykjanes UNESCO Global Geopark og er myndræn undraveröld. Með sitt víðfræga vatn í umhverfi sem mótað er af eldstöðvakerfum er þetta sögusvið komið á stall meðal þeirra áfangastaða í heiminum sem mest er deilt á Instagram.

Framleiðendur margra stórra auglýsingaherferða, þ.á.m. fyrir Nike, Mercedes Benz og Apple, hafa fært sér í nyt töfrandi myndheim þessarar nafntoguðu jarðvarmalindar. Himneskt vatnið, einstök lýsing, lífrænn arkitektúr og landslag sem er eins og af öðrum heimi; skapa sjónræna upplifun líkt og að skoða heillandi málverk.

Listinn yfir staði sem henta til myndatöku er langur og býður upp á endalausa möguleika á að fanga tímalausa fegurð svæðisins. Hvert sem auga er litið reynist samspil ljóss, lita og forms vera uppspretta fyrir góðar hugmyndir. Glitrandi kísill. Úfið hraun. Gufan af vatninu. Líflegur mosinn. Kulnaðar eldstöðvar. Himinninn yfir norðurskautinu. Þetta er staður þar sem heimur þess örsmáa er auðugur af óhlutlægum töfrum og hin sýnilega veröld iðar af lífi í stórbrotnu umhverfinu. Göngustígar og slóðar Frá göngustígum sem hlykkjast meðfram kísilhúðuðum síkisbörmum við Bláa Lónið til slóða sem liggja um töfrandi ganga í hrauni þar sem tíminn stendur í stað; ferðalag inn í heiminn umhverfis heilsulindina sem gefur tilefni til uppgötvana og geymir gnægt af gróðurfars- og jarðfræðilegum fjársjóðum.

Útsýnispallur Eitt af því sem Bláa Lónið býður upp á en færri þekkja er útsýnispallurinn á annarri hæð í aðalbyggingunni. Frá þessum svölum er víðáttumikið útsýni yfir upplýst lónið og mosavaxnar breiður af aldagömlu hrauni.

Þorbjörn Suður af Bláa Lóninu rís fjallið Þorbjörn, 243 metra hátt móbergsfell sem varð til við gos undir jökli fyrir 24 þúsund árum. Ganga upp á topp þessa tignarlega fjalls opnar sýn yfir stórbrotna hraunbreiðuna sem nær alla leið að Faxaflóa í norðri. Í björtu veðri sést Snæfellsjökull handan flóans sem eykur á mikilfengleika sjóndeildarhringsins.

Staður allra árstíða Staðsetningin á miðjum Mið-Atlantshafshryggnum gerir Bláa Lónið og umhverfi þess að leikvelli ljósmyndarans. Með hinum síbreytilegu tónum, skuggum og litum í landslaginu – umbreytingar sem stjórnast af árstíðum, veðri og birtu – þá er alltaf hægt að uppgötva ný undur í hinu ókannaða sem eitt sinn var fljótandi kvika.

Aðrar sögur

Blue Lagoon

Hvað gerir Bláa Lónið að einu af undrum veraldar?

14. maí 2020

Bláa Lónið

Endurnærandi ævintýraferð um Reykjanesið

10. feb. 2022

Blue Lagoon

Vatnið í Bláa Lóninu: gagnleg áhrif af „gjöf jarðvarmans“

16. ágúst 2021

Veggur úr hrauni

21. júlí 2021

Saga Bláa Lónsins

14. maí 2020

Afþreying í nágrenni Bláa Lónsins

13. júlí 2021

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun