Comfort aðgangur og paraflot í Bláa Lóninu
Hlýja, þyngdarleysi og vellíðan.


Gjöf sem skapar minningar
Gjafabréfið felur í sér Comfort aðgang í Bláa Lónið og 45 mínútna paraflot á afmörkuðu svæði í lóninu sem er einungis fyrir meðferðargesti.
Innifalið
Aðgangur í Bláa Lónið ásamt öllum spa-svæðum
Kísilmaski á Maskabar
Fyrsti drykkur innifalinn á Lónsbar
Handklæði í boði á innisvæði á leið upp úr lóninu
Afnot af húðvörum Bláa Lónsins í búningsklefa
45 mínútna paraflot
Bláa Lónið og paraflot ofan í Lóninu.
Paraflot í Bláa Lóninu
Slakandi 45 mínútna paraflot undir berum himni í steinefnaríkum jarðsjónum færir þér djúpa slökun og hugleiðsluástand. Dáleiðandi samspil þyndarleysis og þægilegs nudds mýkir líkamann, róar hugann og lyfitir andanum. Flotið fer fram á takmörkuðu svæði í lóninu sem er einungis fyrir meðferðargesti.
Nánar