Páskagleði í Bláa Lóninu

Vertu með okkur yfir páskana! Við bjóðum sérstakan aðgang dagana 13.-24. apríl þar sem þér gefst tækifæri til þess að fagna páskunum, vorinu, sumardeginum fyrsta og bjartari tímum á einstakan hátt.

Bóka

Bjartir dagar

Það jafnast ekkert á við íslenskt vor. Kraftar leysast úr læðingi, dagarnir lengjast jafnt og þétt og sumarið er handan við hornið. Njóttu þess að baða þig í bæði birtu og yl, nærðu líkamann á veitingastaðnum Lava og nærðu húðina með sérstakri gjöf frá Blue Lagoon Skincare.

Innifalið

  • Aðgangur að Bláa Lóninu 

  • Afnot af handklæði og baðsloppi 

  • Silica Mud Mask á maskabarnum 

  • Silica Mud Mask á maskabarnum 

  • Einn drykkur að eigin vali 

  • Húðvörugjöf: BL+ the cream (5 ml), BL+ eye cream (5 ml) og Silica Mud Mask (10 ml) að andvirði 14.000 kr.   

  • Þriggja rétta máltíð á veitingastaðnum Lava ásamt glasi af Moët (20 cl) 

Tryggðu þér aðgang

Gerðu vel við þig um páskana og njóttu þín í nærandi umhverfi. Í boði 13.-24. apríl.

Hápunktar

Gjafir Bláa Lónsins

Þín bíður ómótstæðileg húðvörugjöf að andvirði 14.000 kr.: BL+ the cream (5 ml), BL+ eye cream (5 ml) og Silica Mud Mask (10 ml). Þú sækir gjafirnar þínar í móttöku þegar þú kemur í lónið.

Bættu við upplifunina 

Bættu einstökum meðferðum við og leyfðu þér að njóta. 

Blue Lagoon

Nudd í vatni

Verð frá ISK 20 900

Njóttu þess að líða um í þyngdarleysi í undursamlegri náttúru. Nudd í vatni Bláa Lónsins er einstakt á heimsvísu. 

Samflot

Verð frá ISK 20 950

Flotmeðferð losar um spennu og hvílir þreytta vöðva. Þú líður um í vatninu og nýtur þess að upplifa samspil líkamlegrar hvíldar, andlegrar kyrrðar og heilandi náttúru. Flotbúnaður er á staðnum. 

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun