Tímabundin lokun

21. nóvember 2024

Undanfarna mánuði höfum við verið minnt á krafta náttúrunnar og þau áhrif sem þeir hafa óumflýjanlega á okkur öll. Við höfum gripið til tímabundinna lokana á þessu tímabili en líka nýtt tímann til þess að endurskoða viðbragðsáætlanir og bæta innviði svæðisins.

Vegna aukinnar skjálftavirkni og eldgoss við Sundhnúksgígaröðina voru allar starfstöðvar Bláa Lónsins í Svartsengi rýmd í gær, miðvikudaginn 20. nóvember. Lokað verður út sunnudaginn 24. nóvember og verður staðan þá endurmetin. 

Við munum hafa samband við alla gesti sem eiga staðfestar bókanir á meðan lokuninni stendur. Gestir geta breytt bókun eða afbókað hér.

Við höldum áfram að fylgja tilmælum yfirvalda til hins ítrasta og fylgjumst vel með stöðunni í samstarfi við yfirvöld og sérfræðinga. Við vinnum ötullega að því alla daga að tryggja öryggi starfsfólks og gesta, lærum af reynslunni og nýtum nýja þekkingu á uppbyggilegan hátt. Upplýsingar um stöðuna á Reykjanesi, loftgæði og aðstæður svæðisins má nálgast hjá Veðurstofu Íslands, Almannavörnum og á Loftgæði.is.

Blue Lagoon water

Nánari upplýsingar

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun