Bætt aðstaða, betri upplifun
Framkvæmdir á starfsstöðvum okkar í Svartsengi standa nú yfir. Markmið þeirra að bæta aðstöðu og upplifun gesta og tryggja að heimsóknin verði eins og allra best verður á kosið. Áfangaskiptar framkvæmdir við uppbyggingu og endurbætur munu meðal meðal annars ná til búningsklefa, útisvæða, aðkomuhúss og Silica hótelsins.
Búningsklefar
Við munum bæta aðstöðuna í búningsklefum til muna. Framkvæmdir felast meðal annars í að:
Fjölga sturtum og bæta sturtuaðstöðu
Fjölga skápum og stækka skápa
Bæta lýsingu
Bæta við kynhlutlausum klefum
Uppfæra innréttingar og aðstöðu
Áætluð verklok: Árslok 2024
Aðkomuhús
Vegna jarðhræringa á svæðinu var ráðist í uppbyggingu sérstakra varnargarða sem eru hannaðir til að varna mögulegu hraunflæði leið að mikilvægum innviðum. Samhliða þessari framkvæmd höfum við hafið uppbyggingu á nýju aðkomuhúsi. Byggingin er sérstaklega hönnuð með tilliti til nærliggjandi umhverfis og náttúru og mun bæta upplifun gesta okkar með margvíslegri þjónustu, þ.m.t. aðgengilegri móttöku, töskugeymslu og verslun. Athugið að vegna framkvæmdanna verður gönguleið að Bláa Lóninu færð tímabundið. Tímabundin töskugeymsla verður staðsett við aðalbílastæðið. Við hlökkum til að taka á móti gestum í nýju og endurbættu aðkomuhúsi.
Áætluð verklok: Árslok 2025
Lón og útisvæði
Við vinnum að spennandi uppfærslum og nýjungum í baðlóninu sem munu stórbæta upplifun gesta. Þar má meðal annars nefna nýja þurrgufu, kaldan pott og nuddfossa.
Ný þurrgufa
Nýtt eimbað
Kaldur pottur
Tveir nuddfossar
Uppfærsla á göngubrúm
Áætluð verklok: Árslok 2024
Silica hótel
Við vinnum að spennandi uppfærslum á Silica hótelinu, bæði í herbergjum gesta og sameiginlegum rýmum.
Lýsing, hönnun, húsgögn og möguleiki á að bæta við þriðja rúminu
Nýtt jógaherbergi
Þurrgufa og eimbað
Kaldur pottur
Endurbætt búningsherbergi og sturtuaðstaða
Endurbætur á líkamsræktaraðstöðu og vaktherbergi