Bætt aðstaða, betri upplifun

Framkvæmdir á starfsstöðvum okkar í Svartsengi standa nú yfir. Markmið þeirra að bæta aðstöðu og upplifun gesta og tryggja að heimsóknin verði eins og allra best verður á kosið. Áfangaskiptar framkvæmdir við uppbyggingu og endurbætur munu meðal meðal annars ná til búningsklefa, útisvæða, aðkomuhúss og Silica hótelsins.

Constructions at Blue Lagoon Iceland

Búningsklefar

Við munum bæta aðstöðuna í búningsklefum til muna. Framkvæmdir felast meðal annars í að:

  • Fjölga sturtum og bæta sturtuaðstöðu

  • Fjölga skápum og stækka skápa

  • Bæta lýsingu

  • Bæta við kynhlutlausum klefum

  • Uppfæra innréttingar og aðstöðu

Lón og útisvæði

Við vinnum að spennandi uppfærslum og nýjungum í baðlóninu sem munu stórbæta upplifun gesta. Þar má meðal annars nefna nýja þurrgufu, kaldan pott og nuddfossa.

  • Ný þurrgufa

  • Nýtt eimbað

  • Kaldur pottur

  • Tveir nuddfossar

  • Uppfærsla á göngubrúm

Silica hótel

Við vinnum að spennandi uppfærslum á Silica hótelinu, bæði í herbergjum gesta og sameiginlegum rýmum.

  • Lýsing, hönnun, húsgögn og möguleiki á að bæta við þriðja rúminu

  • Nýtt jógaherbergi

  • Þurrgufa og eimbað

  • Kaldur pottur

  • Endurbætt búningsherbergi og sturtuaðstaða

  • Endurbætur á líkamsræktaraðstöðu og vaktherbergi

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun