Ávinningur í allra þágu

Við hlutum alþjóðlega gæðavottun B Corp™ árið 2023 sem staðfestir að Bláa Lónið tilheyrir hópi fyrirtækja sem nýta krafta sína til góðs.

B-corp

Drifkraftur til góðra verka

B Corp stendur fyrir „B Corporation“ og á við um fyrirtæki sem hefur hlotið þar til gerða vottun frá B Lab™. B Lab er sjálfseignarfélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni heldur hefur það að markmiði að breyta viðskiptaháttum á heimsvísu. Félagið er byggt á þeirri sýn að öll fyrirtæki ættu að mæla og meta þau áhrif sem þau hafa — til dæmis á umhverfi, einstaklinga og samfélög — til jafns við fjárhagslegan gróða. B Lab telur að annars konar efnahagur, þar sem fyrirtæki nýta krafta sína til góðs, sé ekki aðeins mögulegur heldur nauðsynlegur.

Við stefnum að hærra markmiði

Til að þjóna markmiði sínu hefur B Lab þróað sérstakt matstól til að meta og mæla raunveruleg áhrif fyrirtækja. Afleiðingin er sístækkandi alþjóðasamfélag fyrirtækja sem uppfylla strangar kröfur um gagnsæi og ábyrgð gagnvart umhverfi, náttúru og samfélaginu öllu. B Corp fyrirtæki hafa sýnt fram á að þau færa öllum sínum hagaðilum ávinning, þar með talið starfsfólki, viðskiptavinum, samfélaginu og umhverfinu, og skuldbinda sig til að gera það til framtíðar.

B Corp vottuð fyrirtæki eiga það sameiginlegt að stefna með markvissum hætti að hærra markmiði en fjárhagslegum gróða í því skyni að endurskilgreina velgengni í viðskiptum á heimsvísu.

B Corp og Bláa Lónið

B í B Corp stendur fyrir „Benefit for all“, eða „ávinningur í allra þágu“. Þessi stefna er í góðu samræmi við þær áherslur sem Bláa Lónið hefur starfað eftir frá upphafi en við höfum alltaf metið frammistöðu okkar meðal annars út frá félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum starfseminnar. Við höfum lagt okkur fram um að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir starfsfólkið okkar, gesti, birgja og aðra samstarfsaðila og mæta þeim af virðingu og umhyggju á sama tíma og við einsetjum okkur að nálgast náttúruna og umhverfið af ábyrgð og nærgætni. Frá fyrstu tíð höfum við auk þess lagt sérstaka áherslu á að skapa nærsamfélagi okkar bæði félagslegan og efnahagslegan ávinning.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins

„Frá upphafi hefur markmið Bláa Lónsins verið að stuðla að aukinni vellíðan með fjölnýtingu náttúruauðlinda í sátt við umhverfið. Þetta markmið hefur mótað leiðarstefið okkar, Wellbeing for people and planet,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

„Alþjóðleg vottun B Corp er staðfesting á þeim frábæra árangri sem þegar hefur náðst í sjálfbærnimálum á sama tíma og hún vísar okkur veginn í átt að enn frekari framförum. Við einsetjum okkur að nýta krafta okkar áfram til góðra verka, ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu.“

„Réttlátt og gagnsætt hagkerfi í þágu umhverfis og samfélaga“

„Það er mér sönn ánægja að bjóða Bláa Lónið velkomið í samfélag B Corp vottaðra fyrirtækja. Sú hugmyndafræði sem einkennir starfsemi Bláa Lónsins mun auðga það starf sem við vinnum til að ná markmiðum okkar um réttlátt og gagnsætt hagkerfi í þágu umhverfis og samfélaga um allan heim. Bláa Lónið verður B Corp samfélaginu án efa mikill innblástur enda getum við lært margt af þeirri framúrskarandi vinnu sem þar er unnin. Með vottuninni gengur Bláa Lónið til liðs við yfir 85 norræn fyrirtæki sem stefna að hærra markmiði og leggja sig á hverjum einasta degi fram um að nýta krafta sína til góðs.“

Nille Skalts, stofnandi og framkvæmdastjóri B Corp á Norðurlöndunum

Stigagjöf

Til að hljóta B Corp vottun þurfa fyrirtæki að standast stranga úttekt þar sem allir þættir starfseminnar eru rýndir af óháðum matsaðila. Þáttunum er skipt í fimm flokka; stjórnarhættir, starfsfólk, samfélag, umhverfi og viðskiptavinir.

Gefin eru stig í hverjum flokki og til þess að hljóta vottun þarf að lágmarki 80 stig. Bláa Lónið hlaut 98,6 stig í vottuninni.

Blue Lagoon B-corp

Stjórnarhættir

Hvernig fyrirtæki sér til þess að stjórnendur taki tillit til allra hagaðila við ákvarðanatöku.

Starfsfólk

Hvernig umhverfi og umgjörð fyrirtæki skapar starfsfólkinu sínu og þau áhrif sem það hefur á líf þeirra og velferð.

Blue Lagoon B-corp Reykjanes

Samfélag

Þau áhrif sem fyrirtæki hefur á samfélagið og hvernig það skapar samfélagsleg verðmæti.

Blue Lagoon B-corp 4

Umhverfi

Hvernig fyrirtæki forgangsraðar og tekur tillit til þeirra áhrifa sem starfsemin hefur á umhverfið.

Viðskiptavinir

Hvernig umhverfi og umgjörð fyrirtæki skapar viðskiptavinum sínum og þau áhrif sem það hefur á líf þeirra.

Hvers vegna B Corp?

Vottunarferli B Corp gerir okkur hjá Bláa Lóninu kleift að meta og mæla með markvissum hætti þau áhrif sem starfsemi okkar hefur á alla okkar hagaðila. Slík greining er forsenda fyrir enn frekari framförum. Fyrir Bláa Lónið er B Corp vottun því staðfesting á því sem vel er gert á sama tíma og hún er leiðbeinandi rammi sem vísar okkur veginn til frekari umbóta. B Corp vottun er nefnilega ekki bara falleg fjöður í hatt fyrirtækja heldur skuldbinding til góðra verka til framtíðar. Við hjá Bláa Lóninu erum afar stolt af því að tilheyra þessum hópi fyrirtækja og ánægð með að leggja okkar lóð á vogarskálarnar á þessari mikilvægu vegferð.

Fram á veginn

B Corp vottun gildir í þrjú ár. Sækist fyrirtæki eftir að viðhalda vottuninni að þessum tíma liðnum þurfa þau að fara í úttektarferli. B Corp staðlar breytast hratt og kröfurnar eru sífellt að herðast. Með reglulegu eftirliti er því tryggt að fyrirtæki bæti sig ef úrbóta er þörf og uppfylli nýjustu og ströngustu skilyrði B Corp vottunar.

Bláa Lónið skuldbindur sig til að mæta þessum kröfum og setur sér enn fremur það markmið að vera í fararbroddi fyrirtækja sem starfa með tilliti til allra sinna hagaðila – þar með talið umhverfis, náttúru, samfélags, starfsfólks og gesta.

Í samfélagsskýrslu Bláa Lónsins má finna upplýsingar um verkefni, átök og umsvif á sviði samfélags- og sjálfbærnimála. Auk þess geta áhugasamir sent okkur póst á sustainability@bluelagoon.is. Við fögnum öllum ábendingum og tillögum.

Bláa Lónið Norðurljósavegur 9 240 Grindavík Sjá á korti

+354 420 8800

Hafa samband

Mín bókun