Sagan okkar




Fyrir 1992
Jarðsjórinn er uppgötvaður. Bláa Lónið tekur að myndast. Bláa Lónið varð fljótt vinsæll staður og þaðan fór enginn ósnortinn.

Uppgötvun
1971-1973
Vatnsgeng jarðlög með háhita finnast við borun á Reykjanesskaga og orkuver er reist í Svartsengi til að virkja orkuna.

Lónið
1976
Jarðsjórinn er uppgötvaður. Bláa Lónið tekur að myndast.

Gestir fóru að heimsækja Lónið
1981
Fólk baðar sig í steinefnaríkri hlýjunni og áttar sig á að vatnið býr yfir lækningamætti og endurnýjandi kröftum. Vatnið djúpnærir húðina og frásagnir af áhrifaríkum eiginleikum lónsins taka að breiðast út um landið.

Búningsaðstaða er byggð
1987
Jarðsjórinn í lóninu vekur áhuga vísindafólks og lækna. Búningsaðstaða er byggð og aðgangur að lóninu fer að lúta reglum.
1992 - 2002
Bláa Lónið er stofnað og vekur verðskuldaðan áhuga fólks um heim allan. Vísindarannsóknir á lífvirkni jarðsjávarins vekur athygli.

Bláa Lónið hf. er stofnað
1992
Rannsóknir staðfesta endurnýjandi eiginleika jarðsjávarins. Bláa Lónið hf. er stofnað og boðið er upp á meðferð við sóríasis.

Rannsóknarstofa er byggð
1993
Rannsóknarstofa er byggð. Rannsóknar- og þróunarsetur Bláa Lónsins er sett á fót í nágrenni lónsins.

Meðferðarstöð opnar
1994
Lækningalind Bláa Lónsins tekur til starfa og býður upp á náttúrulegar meðferðir við sóríasis sem eru byggðar á græðandi eiginleikum jarðsjávarins. Fyrstu meðferðirnar samanstanda af böðun í hlýju, lífvirku vatni lónsins og notkun kísileðju sem borin er á sóríasis-sárin.

Húðvörur á markað
1995
Húðvörur Bláa Lónsins – húðmeðferðarlína sem byggir á eiginleikum jarðsjávarins í lóninu og lífvirkra innihaldsefna hans – eru kynntar til sögunnar.

Ný aðstaða opnar
1999
Lónið er fært á þann stað þar sem það er í dag og heilsulind er byggð.
2002 - 2012
Tímaritið National Geographic velur Bláa Lónið á lista sinn yfir 25 undur veraldar. Verslanir Bláa Lónsins opna og Clinic Hotel við Bláa Lónið.

Lækningalind opnar
2005
Lækningalind við Bláa Lónið – síðar endurnefnt Silica Hotel – er opnuð.

Bláa Lónið stækkar
2007
Húsakynni Bláa Lónsins eru stækkuð og endurbætt. Lava Restaurant opnar.

Verslanir Bláa Lónsins opna
2006
Verslanir Bláa Lónsins opna í Reykjavík og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Bláa Lónið á lista yfir 25 undur veraldar
2012
Tímaritið National Geographic velur Bláa Lónið á lista sinn yfir 25 undur veraldar. Lóninu hlotnast þessi heiður fyrir nærandi eiginleika og lækningamátt jarðsjávarins. Í umfjöllun er talað um að vatnið í lóninu sé „gjöf jarðvarmans“.
2012 - 2022
Fyrirtækið lýkur ótrúlegri stækkun með opnun The Retreat við Bláa Lónið.

Lónið er stækkað um helming
2016
Lónið er stækkað um helming og nær nú yfir 8.700 fermetra.

Silica Hotel opnar
2016
Fyrirtækið heldur áfram að stækka og opnar Silica Hotel.

The Retreat opnar
2018
Fyrirtækið lýkur ótrúlegri stækkun með opnun The Retreat við Bláa Lónið.

Moss Restaurant
2019
Moss Restaurant á Retreat hlýtur viðurkenningu Michelin-handbókarinnar.

The Retreat hlýtur meira en 35 viðurkenningar
2020
The Retreat er frábærlega vel heppnað og hlýtur meira en 35 viðurkenningar á sviði arkitektúrs, ferðaþjónustu og hönnunar.

BL+ hágæða húðvörumerki verður til
2021
BL+ The serum hlýtur sjálfbærniverðlaun Elle og Good Housekeeping.